-
Bjartar myndir birtast nú
burtu hrinda trega,
vekur yndi von og trú
vorið yndislega.
Steinberg Friðfinnsson -
Gott var hjá þér, Grímur minn,
glæný egg að éta
en keraldsvíðan koppinn þinn
kunnum við ekki að meta.
Aðalheiður Jónsdóttir -
Enginn sálar öðlast frið
efst sem prjálið setur.
Íhalds brjálað auðvaldið
öllu kálað getur.
Ari Friðfinnsson -
Að eiga fljóð, sem eru góð,
engum bjóða þvaður,
lítinn sjóða saman óð
syngja ljóðin glaður.
Arnsteinn Stefánsson -
Gott finnst mér í glas að fá
glitrar vökvinn rauði.
Maður lifir ekki á
einu saman brauði.
Þórir Valgeirsson -
Rjóð í kinnum, göfug, góð,
góðan kynnti og dýran óð,
óðinn fagra, ljúfust ljóð,
ljóðin, sem að geymast þjóð.
Árni Júlíus Haraldsson -
Þrjóta dyggðir sumra senn
sortna tærar lindir.
Þjóta skeyti Amors enn
ýmsra freista syndir.
Davíð Guðmundsson -
Vorið kemur víst er það.
Vetur burtu læðist.
Gróa hlíðar grænkar blað.
Gleði í augum fæðist.
Kristín Brynjólfsdóttir -
Glymur hátt í gljúfrasal.
Glampar bára í sjánum.
Fagurt er um fjöll og dal
fuglar syngja í trjánum.
Pétur Jónsson -
Oft mig langar út í sveit,
æsku ganga haga,
þegar vanga vorsól heit
vermir langa daga.
Ari Friðfinnsson -
Féllu tár um föla kinn
flaut í bárum hugur minn.
Fregnin sár um fardag þinn
flaug sem ljár í hjartað inn.
Eiður Jónsson -
Skorna mela skeifur strjúka,
skrokkinn fákar teygja.
Rauðir neistar rjúka
í rökkrið út, og deyja.
Reynir Hjartarson -
Vorsins máttinn vekur fljótt
veðrið breytt úr köldu í heitt.
Hörgá brátt þá æsist ótt,
áfram greitt fær jökum fleytt.
Friðbjörn Björnsson -
Fagurt er við Eyjafjörð
ágústnótt að vaka.
Þegar himinn, haf og jörð
höndum saman taka.
Þórir Valgeirsson -
Betra er fljóðið geldri geit
að gera slóð í fjúki.
Hún er rjóð og hökufeit
og heldur góð í brúki.
Steinberg Friðfinnsson -
Braga rutli beljurnar
betur skutlum taka.
Er ég tutla elskurnar
í mér gutlar staka.
Davíð Guðmundsson -
Dável skráði lífsins ljóð,
lék að hýrum sprundum,
freistinganna fann þar óð
og féll á henni stundum.
Arnsteinn Stefánsson -
Lífið þróast, léttist brá
linast snjóatakið.
Heyra í móum friðar fá
fyrsta lóukvakið.
Jóhann Sveinsson
Flýtilyklar
Leit
Um vefinn

Tilgangur vefsins er að kynna þá þjónustu sem er í boði á Hörgársvæðinu.
Flokkun á þjónustunni efst á vefnum auðveldar leitina að réttu þjónustunni.
Flokkun á þjónustunni efst á vefnum auðveldar leitina að réttu þjónustunni.