Visithorga.is

Sæludagur í sveitinni er sveitarhátíð sem haldin hefur verið undanfarin ár á laugardegi um verslunarmannahelgina í Hörgársveit. Margvíslegar uppákomur eru

SŠludagur

Sæludagur í sveitinni er sveitarhátíð sem haldin hefur verið undanfarin ár á laugardegi um verslunarmannahelgina í Hörgársveit. Margvíslegar uppákomur eru í boði á Hjalteyri, Möðruvöllum og víðar. Hægt er að bragða á því besta sem sveitin hefur upp á að bjóða, skoða skrúðgarða og þiggja kaffi og vöfflur. Um kvöldið er sameiginlegur kvöldverður á Hjalteyri og stiginn dans þar sem allir, ungir sem aldnir, skemmta sér saman, bæði á Hjalteyri og á ekta gamaldags sveitaballi á Melum.

hefst lýkur Heiti Staður Texti
09:00 23:00 Potturinn heitur og góður Potturinn, Hjalteyri Kjörið að slappa af og reyna fyrir sér í sjósundi.
11:00 12:00 Sveitafitness Möðruvellir Tvö harðsnúin lið keppa í svínslega erfiðri þrautabraut.
11:00 12:30 Ratleikur   Möðruvellir  
11:00 12:30 Bingó  Möðruvellir  
11:00 12:30 Traktorskeppni   Möðruvellir  
11:00 13:00 Pylsusala  Möðruvellir  
12:00 16:00 Hraun Hraun í Öxnadal Sýning um ævi og störf Jónasar Hallgrímssonar.
12:00 12:30 Leikir með þeim yngstu Möðruvöllum Förum í gömlu góðu leikina með Leikfélagi Hörgdæla: Hlaup í skarðið, Köttur og mús eða Dimmalimm. Foreldrar velkomnir með.
12:00 14:00 Opið kálfafjós  Möðruvöllum Sýndir nautkálfar sem aldir eru til kjötframleiðslu og sagt frá tilraunaverkefni sem tengist nautkjötsframleiðslu
12:30 13:00 Strútabolti Möðruvöllum Keppt í afar fyndnu afbrigði af fótbolta. 5 manna lið sem mega koma tilbúin eða verða til á staðnum.
12:30 17:00 Vöfflukaffi Leikhúsið Möðruvöllum Kirkjukórinn bakar dýrindis vöfflur og hellir uppá
11:00 15:00 Sögusýning Leikhúsið Möðruvöllum Ljósmyndir, munir og kvikmyndir
13:30 17:00 Flóamarkaður  Myrkárbakki, Hörgárdal  
14:00 17:00 Opinn skógur  Dagverðareyri  
14:00 18:00 Opinn garður Fornhagi Glæsilegur blómagarður. Plöntur til sölu.
14:00 17:00 Opið hús Hjalteyrarskóli  
14:00 14:30 Hestasýning Skriðu Fallegir hestar, fjölbreyttar gangtegundir og fyrirmyndarreiðlag.
14:00 15:30 Ganga frá Hrauni Hraun í Öxnadal Gengið meðfram Öxnadalsá í fylgd Bjarna E. Guðleifssonar.
14:00 17:00 Opið fjós Moldhaugum Splunkunýtt fjós, kýrnar rétt að fikra sig inn.
14:00 17:00 Opið hús og markaður Ólafarhús á Hlöðum Einstakt tækifæri til að sjá hús Ólafar skáldkonu Sigurðardóttur.
14:00 18:00 Kirkjur opnar Hörgársveit Kirkjurnar á Möðruvöllum, Bægisá, Bakka og Glæsibæ opnar almenningi.
15:00 17:00 Opin heimavatnsaflstöð Þverá, Öxnadal
15:00 17:00 Fjölskylduveiði í Hörgá Gamla Hörgárbrúin við Dalvíkurveg Ætluð ungum veiðimönnum.
15:00   Kunstschlager á rottunni 2: Litla hafmeyjan kemur í heimsókn! Mjölhúsinu, Hjalteyri Sýningaropnun.
15:00 18:00 Opnar verbúðir  Hjalteyri  
15:00 18:00 Dorgveiðikeppni Bryggjunni, Hjalteyri Hver er slyngasti dorgarinn? Hver veiðir furðulegasta fiskinn?
15:00 18:00 Sandkastalakeppni Fjörunni, Hjalteyri Blundar í þér arkitekt? Hér er tækifæri til að byggja kastala sem hæfir drekum, prinsessum og seiðkörlum.
16:00 18:00 Opið hús hjá Ella Boga     
18:15 18:17 Karamellusvif Sundinu, Hjalteyri Karamellur koma svífandi af himnum ofan. Aðeins fyrir börn.
19:00 22:00 Grillveisla Mjölhúsinu, Hjalteyri Sameiginlegt borðhald í Mjölhúsinu. Vídalíns-veitingar verða með grillveitingar á vægu verði en einnig hægt að grilla sjálfur. Pálmi og Linda spila lögin við meltinguna.
21:00   Verðlaunaafhending Mjölhúsinu, Hjalteyri Verðlaunaafhending fyrir keppnir dagsins á Hjalteyri.
21:30   Marséring i Mjölhúsi Mjölhúsinu, Hjalteyri Marsérað um Mjölhúsið. Magnað!
22:00   Dansað Hjalteyri Hljómsveitin Géstrengur spilar.
22:00 2:00 Sveitaball Melum Ekta sveitaball eins og þau gerast best! Danshljómsveit Friðjóns leikur. Gamla góða Melastemmingin! 25 ára aldurstakmark nema í fylgd með fullorðnum. Malpokar leyfðir.

Um vefinnTilgangur vefsins er að kynna þá þjónustu sem er í boði á Hörgársvæðinu.
Flokkun á þjónustunni efst á vefnum auðveldar leitina að réttu þjónustunni.

SvŠ­i

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf